Trésmíði Róberts ehf. er traust og rótgróið fyrirtæki með áralanga reynslu í sérsmíði fyrir veitingastaði, hótel, verslanir og fjölbreytt atvinnuhúsnæði. Við sérhæfum okkur í að hanna og smíða innréttingar og lausnir sem sameina vandað handverk, hágæða efnisval og nákvæmni í hverju smáatriði. Okkar markmið er að skila af okkur verkefnum sem standast strangar kröfur og endast vel til framtíðar. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu og náið samstarf við viðskiptavini okkar, svo hver lausn endurspegli þeirra þarfir og sýn. Við tökum að okkur stór sem smá verkefni af metnaði og alúð.
Teymið okkar
Kjarni fyrirtækisins samanstendur af þremur reyndum húsasmíðameisturum:
Róbert Lárusson, eigandi og húsasmíðameistari, með mikla reynslu í sérsmíði og innréttingum fyrir fjölbreytt atvinnuhúsnæði. En hann sér einnig um undirbúning verkefna og áætlanagerð.
Lárus Pálmi Magnússon, húsasmíðameistari til margra ára, sem býr yfir mikilli þekkingu og leggur ríka áherslu á vandað handverk og nákvæmni.
- Magnús Eyjólfsson, húsasmíðameistari til margra ára og býr yfir mikilli reynslu og þekkingu í sérsmíði.
Auk þeirra starfa hjá fyrirtækinu jafnan 4–6 manns sem mynda öflugt og samhent teymi. Allt okkar fólk leggur sig fram við að skila vönduðu handverki og tryggja að hvert verkefni fari fram af fagmennsku og nákvæmni.