Trésmíði Róberts ehf. býður upp á fjölbreytta og sérsniðna þjónustu fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Við sérhæfum okkur í nýsmíði, sérsmíði, viðhaldi og endurbótum á innréttingum fyrir veitingastaði, hótel, verslanir og önnur atvinnuhúsnæði. Með áralanga reynslu, vandað handverk og hágæða efnisval tryggjum við lausnir sem standast kröfur nútímans – hvort sem um er að ræða nýjar innréttingar, breytingar eða reglulegt viðhald. Við leggjum ríka áherslu á nákvæmni, fagmennsku og persónulega þjónustu, og vinnum náið með viðskiptavinum okkar til að skapa endingargóðar lausnir sem endurspegla þeirra sýn.
Gæðasmíði
Vandað handverk og endingargóðar lausnir.
Fagleg ráðgjöf
Við hjálpum við að móta lausnir frá fyrstu hugmynd.
Reynsla & þekking
Áralöng reynsla í sérsmíði og innréttingum.